laugardagur, júlí 08, 2006

Ég og sonur minn

  Posted by Picasa
Þó að kali heitur hver
hylji dali jökull ber
steinar tali allt hvað er
aldrei gleymir mamma Tómasi.








Tómas; nafnið er hebreskt að uppruna og fann ég það í Íslendingabók hjá mömmu í 6. ættlið eða svo. ég hugsa það þannig að Tómas eigi það og geti notað það auðveldlega á Íslandi, í Hollandi og Króatíu.
Tómas var lærisveinn Jesú og sá sem vildi sjá til að trúa. Til er *Tómasarguðspjall.
Tómas merkir samfylgdarmaður og hann er samfylgdarmaður minn og ykkar allra.

Þór;
þegar ég var komin 9 vikur á leið í meðgöngunni dreymir mig Þóru Mar. Hún kemur til mín og tekur í hendina mína og segir "þetta er drengur". Eftir það kom aldrei annað til greina en að skíra hann Þór. Þóra mundi ekkert eftir því daginn eftir að hafa sagt þetta, þegar ég bar það undir hana!
Þór er gamalt, norrænt nafn og vísar á íslenskan uppruna Tómasar.
Þór er þrumuguð í Ásatrú og á magnaðan hamar, sem snýr alltaf aftur til eiganda síns.
Skondin er sagan um hann í Jötunheimum uppáklæddur eins og Freyja til að smygla sér inn óþekktur.

Mikael;
Pabbi var að deyja og ég gat ekki kvatt hann. Hann lá á Landspítalanum og ég í Hollandi með meðgöngueitrun. Þetta er gjöf til hans og ekki síður gjöf til Tómasar svo hann eigi afa alltaf á þennan hátt.
Mikael er líka hebreskt að uppruna og er sennilegasta sá frægasti Mikael erkiengill (þótt Mikael Jackson komi nálægt því).
Pabbi dó 5 dögum eftir fæðingu Tómasar. Lísa náði að sýna honum mynd að nýfæddum drengnum og pabbi náði að segja "fallegur drengur".