föstudagur, maí 05, 2006

Kristján Jónsson



Ég er hraustur, ég er veikur,
ég er hryggur, glaður þó;
ég er óhræddur, ég er smeykur,
ég er snauður, ríkur nóg.

Ég elska gjörvallt, allt þó hata,
allt ég veit og neitt ei skil;
öllu bjarga´ og öllu glata
í augnabliki sama´ eg vil.

Ég er fús og ég er trauður,
ég ber glaður votan hvarm,
ég er lífs og ég er dauður,
ég er sæll og bý við harm.

Ég er óður, ég er hægur,
ég kýs allt og ekkert vil;
ég um alla jörð er frægur,
ég hef aldrei verið til.




Kristján Jónsson
1842-1869