fimmtudagur, júní 22, 2006

Leonardo Da Vinci...eftir KARL biskup..ÍSLANDS




hversu SJÁLFSTÆTT hugsar karl?..


Þó að þau sjónarmið sem Da Vinci lykillinn heldur fram um uppruna kirkjunnar og
ritningar hennar séu ófrumleg, þá sannar það að hugmyndir eru oft lífsseigar óháð sannleiksgildi þeirra. Þær birtast enn og aftur í ýmsum myndum. Það sem Brown heldur fram líkist hugmyndum Aríusar og hinna margvíslegu arfa hans í aldanna rás, sem hafa mælt gegn samhljóma vitnisburði postulanna og þeirrar kirkju sem reist er á grundvelli þeirra. Kirkjan stendur og fellur með því sem postularnir héldu fram um Jesú Krist, að hann sé Guð son. Það byggir ekki á meirihlutaákvörðun einhvers þings né samsæri og valdabrölt spilltra kirkjufursta. Og fals-sagnfræði spennusagnahöfundar breytir engu um sannleiksgildi þess sem Nýja testamentið og kirkjan halda fram.
Góðar spennusögur eru gulls ígildi. Da Vinci lykillinn hefur allt til að bera sem slík. En sagnfræði og sannleiksgildi bókarinnar er lítils virði. Nema þá ef vera mætti til að vekja athygli á hinni sönnu og sígildu spennusögu sem Nýja testamentið segir um Jesú Krist, Drottinn og frelsara heimsins.

ps:;

set að sjálfsögðu þennan link með þar sem Karl útskýrir sig, án þess að vera tekinn úr samhengi...

http://tru.is/sida/hofundar/karl_sigurbjornsson