laugardagur, nóvember 04, 2006
Leiksýning
Hin mikla leiksýning
var loks á enda.
Eins og logandi blys
hafði leikur minn risið
í hamslausri gleði
og friðlausri kvöl,
uns hann féll á ný
í skoplegri auðmýkt
til upphafs síns.
Það var lífið sjálft,
það var leikur minn.
Og ég leit fram í salinn
og bjóst við stjórnlausum fögnuði
fólksins.
En þar var enginn.
Og annarleg kyrrð hvíldi yfir
auðum bekkjunum.
Steinn Steinarr
1908-1958
Bloggsafn
-
▼
2006
(197)
-
▼
nóvember
(22)
- Woman To Child
- Þat mælti mín móðir
- - Hermann Hesse, "Demian", 1918
- Since Thou Hast Given Me This Good Hope, O God
- Úti er alltaf að snjóa
- Caravagio
- Ísland
- Bleik Rós
- Vögguljóð
- Tólf eru synir tímans
- Samþykktu fólkið í kringum þig, samþykktu það s...
- Bráðum koma blessuð jólin...
- Eleanor Roosevelt
- The Blossom
- Álfrún
- W.H. Auden
- Dancing Queen
- — Sylvia Plath
- Hneyksli
- Leiksýning
- Kristján Fjallaskáld
-
▼
nóvember
(22)