mánudagur, nóvember 20, 2006
Tólf eru synir tímans
Tólf eru synir tímans
er tifa framhjá mér,
janúar er á undan
með árið í faðmi sér.
Í febrúar eru fannir,
þá læðir geislum lágt.
Í mars, þótt blási oft biturt,
þá birtir smátt og smátt.
Í apríl sumrar aftur,
þá ómar söngur nýr.
Í maí flytur fólkið
og fuglinn hreiður býr.
Í júní sest ei sólin,
þá brosir blómafjöld.
Í júlí baggi er bundinn
og borðuð töðugjöld.
Í ágúst slá menn engið
og börnin tína ber.
Í september fer söngfugl
og sumardýrðin þver.
Í október fer skólinn
að bjóða börnum heim.
Í nóvember er náttlangt
um norðurljósa geim.
Þótt desember sé dimmur,
þá dýrleg á hann jól.
Með honum endar árið
og aftur hækkar sól.
Bloggsafn
-
▼
2006
(197)
-
▼
nóvember
(22)
- Woman To Child
- Þat mælti mín móðir
- - Hermann Hesse, "Demian", 1918
- Since Thou Hast Given Me This Good Hope, O God
- Úti er alltaf að snjóa
- Caravagio
- Ísland
- Bleik Rós
- Vögguljóð
- Tólf eru synir tímans
- Samþykktu fólkið í kringum þig, samþykktu það s...
- Bráðum koma blessuð jólin...
- Eleanor Roosevelt
- The Blossom
- Álfrún
- W.H. Auden
- Dancing Queen
- — Sylvia Plath
- Hneyksli
- Leiksýning
- Kristján Fjallaskáld
-
▼
nóvember
(22)