

FALLEGUR DAGUR
veit ekki hvað vakti mig
vil liggja kyrr um stund
togar í mig tær birtan
lýsir mína lund
Þessi fallegi dagur
Þessi fallegi dagur
Íslenskt sumar og sólin
syngja þér sitt lag
þú gengur glöð út í hitann
inn í draumbláan dag
Þessi fallegi dagur...
Mávahvítt ský dormar dofið
inn í draum vindsins er það ofið
hreyfist vart úr stað
konurnar blómstra brosandi sælar
sumarkjólar háir hælar
klöldið vill komast að
Þessi fallegi dagur...
Texti; Bubbi Morthens