mánudagur, september 18, 2006
lifandi vísindi
Loftslag
Það er stundað miklu meira skógarhögg á Amasónsvæðinu en nokkur maður hafði ímyndað sér. Þetta sýna upplýsingar frá gervihnöttum, sem vísindamenn við Carnegie-stofnunina og Stanford-háskóla í Bandaríkjunum hafa rannsakað. Ný tækni sem sendir vísindamönnum svo nákvæmar gervihnattamyndir að þar má greina einstök tré hefur leitt í ljós að ólögmætt niðurhögg einstakra trjáa hér og hvar - sérvalinna trjá eins og þetta er kallað - er miklu meira og eykur mun meira á gróðurhúsaáhrif en hingað til hefur verið talið. Þessi duldi skógarhöggsiðnaður leiðir um 100 milljónir tonna af kolefni út í andrúmsloftið árlega sem þýðir að losun kolefnis vegna skógarhöggs á svæðinu er 25% meiri en talið hefur verið.
Þegar stakt tré er fellt, dregur það með sér nágrannatré í fallinu eða eyðileggur þau og þetta á líka sinn þátt í þessari miklu losun. Í regnskóginum tengja vafningsjurtir trén sterklega saman og vísindamennirnir álíta að um 30 tré eyðileggist þegar eitt “sérvalið” tré er fellt.
Bloggsafn
-
▼
2006
(197)
-
▼
september
(23)
- Grasshopper
- Slökkvum ljósin á fimmtudagskvöldið
- Autumn
- Voltaire
- Rósin
- Lífið er dásamlegt...
- women are beautiful, strong, and compassionate
- lifandi vísindi
- LUCK
- O Captain! My Captain!
- Stars
- Friedrich von Schiller
- Molar í lífi Oscars Wilde
- TIGERS
- ...enn og aftur um 28 september...
- Florence Nightingale sagði...
- "þUNGT OG SÆTT"
- Friedrich Nietzsche (1844-1900)
- þetta er fallegur dagur...
- Never Give All the Heart
- Creativity
- Er þetta ekki stórkostleg sjón?
- Sænskt þjóðlag
-
▼
september
(23)