þriðjudagur, september 26, 2006

Slökkvum ljósin á fimmtudagskvöldið

  Posted by Picasa
Fimmtudaginn 28. september kl. 22:00 verður Reykjavík - og landið allt - myrkvað í hálftíma til að landsmenn geti horft á stjörnubjartan himininn. Myrkvunin markar upphaf Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík sem Landsbankinn styrkir með veglegum hætti.

Ýmsir hafa lagt það til að myrkva Reykjavík á síðustu árum, þeirra á meðal Andri Snær Magnason, rithöfundur, og Þorsteinn Sæmundsson, prófessor í stjörnufræði. Til þess að myrkvunin heppnist þarf sameiginlegt átak. Orkuveita Reykjavíkur mun slökkva á öllum götuljósum í borginni en umferðarljós verða þó áfram logandi. Lögregla og önnur yfirvöld verða með viðbúnað þennan hálftíma þegar Íslendingar munu slökkva ljósin.