mánudagur, desember 18, 2006

Grýluþula

  Posted by Picasa
Grýla kallar á börnin sín
þegar hún fer að sjóða til jóla.
Komið þið hingað öll til mín.
Leppur, Skreppur, Langleggur og Skjóða.
Brytjaðu Leppur bóg af nauti,
bjarndýrslær og þjó af kú,
kapalshrygginn býsna blautan,
bringukollinn og lendabú,
sauðarkrof og selinn feita
og svínsskammrif nokkuð fín.
Grýla kallar á börnin sín.
Þó mun ekki af þessu veita
ef þiggjum máltíð góða,
Leppur, Skreppur, Langleggur og Skjóða.
Sæktu vatnið síðan Skreppur,
sjálf hún Grýla mælti þá.
Undir láta lízt mér Leppur,
laglega það fara má.
Sjálf er ég eins og sigakeppur
og svo er líka hún Skjóða mín.
Grýla kallar á börnin sín.
Ef mér fótur óvart sleppur
upp þá gjöri ég hljóða,
Leppur, Skreppur, Langleggur og Skjóða.
Nú skal Leppur sjálfur sjóða,
sá það verkið dável kann.
Ketilinn Skreppur hefur til hlóða
og hellir á barma staðfullan.
En undir kynda á hún Skjóða
með úlfgrátt hár og síðar brýn.
Grýla kallar á börnin sín,
en Langleggur á að bjóða
öllu liðinu fróða,
Leppur, Skreppur, Langleggur og Skjóða.