

Eins og ljóð vort er einfalt og auðskilið
og hirðir ekki um rósfjötra rímsins
né fjólublá faguryrði,
heldur sannleikann sjálfan,
eins munum vér berjast til þrautar,
í bróðurlegri, einfaldri alvöru,
unz réttur vor og niðja vorra
til nýs, mannlegs lífs
frelsar
hið fyrirheitna land.
Jóhannes úr Kötlum