sunnudagur, desember 31, 2006
Áramót
Enn eitt árið er horfið
í grámóðu fortíðar.
Í mistrinu eru milljónir annarra
ára sem liðu og hurfu
og engin man lengur.
Af hverju er ár eitthvað
sem skiptir máli?
Þrjúhundruðsextíuogfimm eða
þrjúhundruðsextíuogsex dagar
og
þrjúhundurðsextíuogfimm eða
þrjúhundruðsextíuogsex nætur
hvert öðru lík,
raðað í einfalda röð
og kallaðir ár.
Áramót er augnablik
búið til af mönnum,
en er aðeins eitt andartak
af óteljandi andartökum.
Það andartak er eins og öll hin
sem farin eru,
og eins og þau sem eru ókomin.
Framundan er nýtt ár
alveg eins og öll hin sem farin eru.
Örlög þess eru þau sömu og allra hinna.
Að hverfa í gráma fortíðar
og gleymast.
Núið.. er andartak sem ekki er til
Það er bara til horfin fortíð
og ókomin framtíð.
Allt annað er mannanna verk
og hugarsmíð.
Jón Ingi
1952-
Bloggsafn
-
▼
2006
(197)
-
▼
desember
(25)
- Áramót
- Hesitating Beauty
- The Pedigree Of Honey
- - Robert Francis Kennedy
- The Oak
- The Nearest Dream Recedes, Unrealized
- Bráðum koma blessuð jólin
- Barn
- Grýluþula
- - Buddha
- The Lover Asks Forgiveness Because Of His Many Moods
- Auðir bíða vegirnir
- The Lily
- The Lion
- The Investment
- "Spirit of Entrepreneurship"
- Einar Már Guðmundsson
- A Noiseless Patient Spider
- Vér öreigar
- - Matthew Fox
- The Heart Asks Pleasure First
- When You Are Old
-
▼
desember
(25)