sunnudagur, júní 04, 2006
Kópahvoll (leikskóli Tómasar)
Gullkorn frá Krummadeild
(Á Krummadeild eru engin lítil börn, bara eldri og yngri börn.)
Einn lítill gutti nýkominn á deildina lýsti því yfir að hann væri alveg risa stór og einn af elstu drengjunum heyrði til hans. Sá eldri horfði á þann minni stórum augum og sagði síðan: ”Það er samt engin annar af þinni stærð hér.”
Gullkorn frá Lóudeild
(Umræðuefni í samverustund er sláturtíð og allur sá matur sem kemur frá rollunum)
Kennari er að tala um svið og spyr hvort einhver hafi borðað svið. Allir neita því. Næsta spurning er (svona til öryggis): “ Vitið þið hvað svið eru ?” Einn 5 ára réttir upp hendi og svarar: “ Já, ég veit sko alveg hvað það er. Það er svona pallur sem fólk stendur uppá og leikur leikrit.”
Gullkorn frá Spóadeild
Geiturnar hans afa eru búnar að eignast geitunga.
Barnið var að lita form og var búið að læra þríhyrninga og ferhyrninga. Það rekur síðan augun í sexhyrning og spyr: “Hvernig eiga nashyrningarnir að vera á litinn.”
Gullkorn frá Ugludeild
(Á Ugludeild eru tvíburar sem eru eineggja)
Ein lítil dúlla sem þekkti annan tvíburann sá þær báðar saman einn dag, rak upp stór augu og sagði:
“Nei sko! tvær Eydís!”
Bloggsafn
-
▼
2006
(197)
-
▼
júní
(21)
- Dear Chains
- Steinn Steinarr
- the Phychoed
- unicef og börn
- Flower-Gathering
- Sólskríkja
- No thought control...
- Leonardo Da Vinci...eftir KARL biskup..ÍSLANDS
- Íslendingabók er merkilegt fyrirbrigði
- Moria Erasmusar benti á að yfirleitt eyðileggi vit...
- úr "Ljóð eftir leikskólabörn"
- Ljóð frá Japan
- please please please
- Friedrich Nietzsche
- Hermann Hesse (1877-1962)
- Næturferð
- Bókasafn Kópavogs
- Jón úr Vör (21. janúar 1917 – 4. mars 2000)
- Kópahvoll (leikskóli Tómasar)
- Jörðin
- pínulitið frá eigin hjarta
-
▼
júní
(21)