miðvikudagur, júní 21, 2006

Íslendingabók er merkilegt fyrirbrigði



Íslendingabók er eini ættfræðigrunnurinn í heiminum sem nær til heillar þjóðar. Í henni er að finna upplýsingar um meira en 95% allra Íslendinga sem uppi hafa verið frá því að fyrsta manntalið var gert á Íslandi árið 1703 og ítarlegar upplýsingar allt aftur til landnáms.

Í Íslendingabók eru upplýsingar um ættir um það bil 720.000 einstaklinga, en það eru nánast allir þeir einstaklingar sem heimildir finnast um og um helmingur þeirra Íslendinga sem búið hafa á Íslandi frá landnámi.