mánudagur, júní 26, 2006

unicef og börn


Ég elska son minn, Tómas Þór Mikael. Stundum verður mér hugsað til þess hversu allslaust fólk er og hversu allslaus ég hef verið (ekki á afrískan mælikvarða þó), þá skiptir stuðningur annarra öllu máli. Það, að hugsa LÍKA um einhvern annan en sjálfan sig. Ég hef verið sjálf svo ótrúlega heppin að kynnast slíkum manneskum á lífsleiðinni. Það sem hefur komið mér mest á óvart er hversu gjörsamlega ópólitísk manngæska er. Það fer EKKI eftir flokkslínum eða vinstri/hægri tilhneigingum í pólitík hvernig hjartað slær.

Hvernig smáir hlutir verða stórir

Ég hef sjálf upplifað að njóta stuðnings á örlagastundu og þar komu við' sögu;

GUÐ

GOTT FÓLK

SKILNINGUR

Það má segja að þess vegna meðal annars ákveði ég að gerast "heimsforeldri".

Það skiptir öllu máli að gefa, bara lítið, eða mikið ef hægt. Að gefa er "GUÐ" og þetta þekkja þeir sem hafa séð "Vesalingana" eftir VIKTOR HUGO (gaman að sjá viðbrögð)...

http://www.unicef.is/