mánudagur, október 09, 2006

Fast við taum

  Posted by Picasa
Markaðshyggjan er gæðingur, sem hefur fært þjóðum vesturlanda mikla velsæld, en minni hamingju. Umgangast þarf hana með varúð eins og alla gæðinga. Tilraunir til að breiða hana yfir ný svið hafa ekki tekizt nógu vel. Komið hefur í ljós í Bandaríkjunum og Bretlandi, að markaðshyggja á spítölum og í skólum hefur alvarlegar aukaverkanir. Einnig hefur komið í ljós, að græðgi fólks verður svo mikil, að samfélagið bilar í límingunum. Við höfum ekki séð fyrir endann á slíkum vandræðum, en getum svo sem ekki gert mikið annað, en að ríða gæðingnum mjög fast við taum.

Jónas Kristjánsson