fimmtudagur, október 26, 2006

Páll Ólafsson

  Posted by Picasa
Ástin bægir öllu frá,
enda dauðans vetri,
af því tíminn er þér hjá
eilífðinni betri.

Ástin þín er ekki dyggð,
ekki skylda heldur,
hún er ekki heldur tryggð,
hún er bara eldur.

Þegar ég hef þreytta lund
og þoli stundum ekki við,
kemur þú með mjúka mund,
mýkir sár og gefur frið.

Minnisstæð er myndin þín
mér á nótt og degi.
Hún er eina unun mín
á ævilöngum vegi.