

Heimtilbúin og auðskilin orð gera meira skaða en gagn þegar börn þurfa að þroska málhæfni sína. Bandarísk rannsókn sýnir að sé talað við börn á einfölduðu máli þróa þau ekki málskilning. Séu börnin hins vegar látin venjast flóknu máli fullorðinna verður málþroski þeirra meiri og það auðveldar þeim að læra fög t.d. á borð við stærðfræði.
Vísindamennirnir benda á að það mál sem börnin heyra hafi meiri þýðingu varðandi málþroskann en “félagslegar erfðir”. Þannig geta börn með lítinn málþroska, öðlast góðan skilning á málinu ef kennarinn þeirra talar við þau á máli fullorðinna.