fimmtudagur, janúar 25, 2007
Slysaskot í Palestínu (Í Víngarðinum)
Lítil stúlka. Lítil stúlka.
Lítil svarteyg dökkhærð stúlka
liggur skotin.
Dimmrautt blóð í hrokknu hári.
Höfuðkúpan brotin.
Ég er Breti, dagsins djarfi
dáti, suður í Palestínu,
en er kvöldar klökkur, einn,
kútur lítill, mömmusveinn.
Mín synd er stór. Ó, systir mín.
Svarið get ég, feilskot var það.
Eins og hnífur hjartað skar það,
hjarta mitt, ó, systir mín,
fyrirgefðu, fyrirgefðu,
anginn litli, anginn minn.
Ég ætlaði að skjóta hann pabba þinn.
eftir Kristján frá Djúpalæk
Bloggsafn
-
▼
2007
(26)
-
▼
janúar
(20)
- - Paul Ferinni
- Morðin á Sjöundá
- Slysaskot í Palestínu (Í Víngarðinum)
- There Will Come Soft Rain
- "The Storyteller's Creed"
- The World Is Too Much With Us
- The Wind Trapped Like A Tired Man
- Sólsetur í Amman í Jórdaníu
- "Síminn" er EKKI Landssíminn!!!
- Afabróðir minn samdi þessar vísur
- Proverbs 11:24
- Surtsey
- Tungumálakunnátta tefur fyrir elliglöpum
- The Telephone
- The Splender Falls
- Í grænum mó
- The Show Is Not The Show
- 4 ára
-
▼
janúar
(20)