þriðjudagur, janúar 16, 2007
"Síminn" er EKKI Landssíminn!!!
Nú get ég ekki orða bundist, enda reynsluninni ríkari, um þáttinn "Síminn í 100 ÁR"!
þátturinn var skemmtilegur framan af en, gamli "Landssíminn" okkar tengist ekkert þessum nýja óskapnaði sem kallar sig nú seinast "já".
Ég vann á Landssíma íslands frá 1987 til 1995, 4 ár fastráðin, en fyrstu árin sem sumarafleysingarstúlka, sem stundum varð til jóla með mínu Heimspekinámi.
Á þessum 7 árum upplifði ég (minni kynslóð til skammar) kynslóðarskipti og "einkavæðingu" í formi hlutafélags í eigu Ríkisins! Má þar nefna þjófinn (glæpamapur?) Þórarinn Þórarinsson?
Ég ætla ekki út í þá sálma (kannski næsti þáttur "já" geri það?), en eins og kynslóð íslenskra Landssímakvenna á undan mér ( Helga Guðrún skólasystir, hvar voru þær í þættinum þínum?) þykir mér ósköp vænt um Landssímann minn!! Hann var sýndur í kvöld 16.janúar og gömlu myndirnar af gömlu borðunum okkar voru með, mér til mikillar ánægju og mörgum núlifandi Landsímakonum sem komið er fram við sem látnar! Þær eru það EKKI. Það var ekki talað við gamlar Landsímakonur (nema Soffíu Sveinsdóttur) en margar eru enn á lífi yfir 70, 80, 90 og jafnvel 100 ára með "fulle fem"?
Hvað um það, það er ekki það sem á eftir að halda fyrir mér vöku (léleg blaðamennska er allsstaðar) heldur hitt að tengja fyrirtækið "síminn" eða "já" við Landssíma íslendinga?
Það á enga samleið.
Þegar ég byrjaði við Austurvöll sumarið 1987 voru símakonurnar við Landssíma Íslands góðviljaðar og hugsuðu meira um mannlegt gildi en græðgi. Ég var sú yngsta á Íslandi, að læra á "línu" (yngst í "Lansdsímakvennatal"-bókinni)og var bílasímastelpan...
Þetta umhverfi kallaði ég "klaustur" og allar voru með hugarfar nunna og yfirvaktavarðstjórar voru "Abbadísirnar" mínar. Svo mannlegar og kærleiksfullar voru þessar konur. Jesús Kristur hefði verið stoltur.
Svo smám saman breyttist allt með hlutafélagavæðingu sem gekk allt of hratt. Græðgin tók völdin og ef "nunnurnar" mínar (sem voru afar fáar sem töluðu hug sinn,enda ekki í þeirri kynslóð að mæla í móti) sögðu hug sinn, voru þær umsvifalaust reknar... Sjálfsagt til að skapa fordæmi fyrir hinar "nunnurnar" mínar að þegja...en hafið nýju eftirlaunalög Ráðherranna í huga (erfitt að finna nýja vinnu eftir Fimmtugt!) í huga í sambandi við þessar íslensku "nunnur" sem höfðu helgað landi og þjóð störf sín alla ævi?...og voru svo komnar yfir 50 og ekki flokksbundnar?
Nú hef ég enn samband við nokkrar "sannar" dætur Landssíma Íslands og veit að þær eiga ekkert skilt við "já" eða "Símann"...svo í guðana bænum .....TALIÐ VIÐ ÞÆR ÁÐUR EN ÞÆR DEYJA! Þær björguðu mínu andlega lífi sem "já" myndi aldrei gera, og eru mínar hetjur í dag. Þær eru mínar "superman" og "spiderman", bæði Superman og Spiderman myndu berjast gegn "jÁ"!.....(ég er að kenna 4 ára syni mínum að vera "góður").
EKKI TENGJA ÓSKAPNAÐINN "JÁ" VIÐ LANDSSÍMA ÍSLANDS!!!!!!!!
ps;
Spyr mig um hagnað þess að Landssímahúsuð við Austurvöll standi autt, ár eftir ár eftir ár...og tek undir með fyrrverandi Rektori Háskóla Íslands, Páli Skúlasyni Heimspekingi, að ef velja skal á milli langtímasjónarmiðs eða skammtímasjónarmiðs skal alltaf velja langtímasjónarmið!
Bloggsafn
-
▼
2007
(26)
-
▼
janúar
(20)
- - Paul Ferinni
- Morðin á Sjöundá
- Slysaskot í Palestínu (Í Víngarðinum)
- There Will Come Soft Rain
- "The Storyteller's Creed"
- The World Is Too Much With Us
- The Wind Trapped Like A Tired Man
- Sólsetur í Amman í Jórdaníu
- "Síminn" er EKKI Landssíminn!!!
- Afabróðir minn samdi þessar vísur
- Proverbs 11:24
- Surtsey
- Tungumálakunnátta tefur fyrir elliglöpum
- The Telephone
- The Splender Falls
- Í grænum mó
- The Show Is Not The Show
- 4 ára
-
▼
janúar
(20)