föstudagur, janúar 12, 2007

Tungumálakunnátta tefur fyrir elliglöpum

  Posted by Picasa
Kanadísk rannsókn sem gerð var við York háskólann í Toronto bendir til þess að það að kunna fleiri en eitt tungumál geti tafið fyrir elliglöpum. Tvítyngdir sýna merki elliglapa rúmlega fjórum árum síðar að meðaltali en aðrir samkvæmt rannsókninni.

184 sjúklingar voru rannsakaðir, þar af töluðu 91 aðeins eitt tungumál, en 93 voru tvítyngdir. Þeir sem aðeins töluðu eitt tungumál sýndu að meðaltali fyrstu merki um Alzheimer, eða aðra svipaða öldrunarsjúkdóma við 71,4 ára aldur, en þeir tvítyngdu við 75,5 ára aldur. Segjast vísindamennirnir engu að síður hafa í rannsókninni gert ráð fyrir menningarmun, mun á menntun, störfum og kyni.

Þá ítrekar Morris Freedman, annar höfundur skýrslunnar, að engin lyf fyrirfinnist sem tafið geti fyrir elliglöpum á jafn áhrifaríkan hátt og það að læra annað tungumál virðist gera.