laugardagur, júlí 29, 2006

Breaking the Waves: kærleiksfórn eða fórnarlamb?

  Posted by Picasa

Þegar öllu er á botninn hvolft, er Breaking the Waves dæmi um það sem femínískir guðfræðingar hafa réttilega kallað misnotkun krossins, þegar kross Krists hefur verið notaður til þess að réttlæta þjáningu hinna valdalausu, sem í svo mörgum tilfellum eru, og hafa verið konur. Myndin er með öðrum orðum dæmi um afbökun á kærleikshugtakinu og rangtúlkun á krossi Krists. Þetta er mynd um misnotkun og valdbeitingu, sem sýnir áhrif skaðlegrar mistúlkunar á krossi Krists. Bess er leiksoppur þeirra sem með völdin fara, þeirra sem taka sér vald yfir henni. Hún er valdalaus kona í samfélagi sem byggir á gildismati karlaveldisins, þar sem frelsun karlsins kostar hina fullkomnu fórn konunnar. Í þessari mynd tekur Guð afstöðu með hinum sterku, gegn þeim sem minna mega sín, í strerki mótsögn við þann Guð sem í guðspjöllunum opinberast í persónu og starfi Jesú Krists.