sunnudagur, júlí 30, 2006

Vestmannaeyjar

  Posted by Picasa
Í seinustu viku urðum við Tómas þess aðnjótandi að fljúga til Vestmannaeyja með "einkaflugvél" í boði Sigurjóns og Þóru. Mikið er landið okkar fallegt og litadýrðin mikil! Vestmannaeyjar eru óðum að undirbúa sína árlegu þjóðhátíð og við sáum meira að segja Árna Johnsen leiðbeina ferðamönnum í Herjólfsbæ. Sá bær er svo undarlega miklu stærri að innan en utan og sómir sér vel þar sem hann stendur. Einar fór síðan með okkur í siglingu í Klettshelli í Ystakletti. Sáum bæði Svartfugl og Lunda. Á heimleið var komið við í Múlakoti og Mýrdalsjökull skartaði sínu fegursta. Ég hugsaði með sjálfri mér " hún Guð var í góðu skapi þegar hún skapaði þetta land".