miðvikudagur, júlí 19, 2006
Steingervingafræði
Í Patagóníu í Suður-Argentínu hafa vísindamennirnir fundið steingerða hauskúpu af áður óþekktum forsögulegum krókódíl sem hefur herjað í höfunum fyrir um 135 milljónum ára.
Skepnan, sem nú hefur hlotið latneska heitið Dakosaurus andiniensis, virðist eins konar blanda af kródódíl og Tyrannosaurus-eðlu. Hauskúpan er um 80 sm löng og vísindamennirnir telja að skrokkurinn hafi verið 4 - 5 metrar. Dýrið hefur verið snemmborin útgáfa af krókódílum nútímans, en öfugt við núlifandi ættingja hefur trýnið verið stutt og breitt og að líkindum hafa útlimirnir fjórir verið líkari uggum en fótum.
Dakosaurus hefur án efa verið ein af ógnvænlegustu skepnum hafsins. Í gininu voru 52 oddhvassar tennur, allt að 10 sm langar og með þeim hefur auðveldlega mátt rífa kjötflykki af bráðinni. Kjafturinn hefur ekki hentað til fiskveiða þannig að þessi kródódíll hefur að líkindum nærst m.a. á öðrum sjávarskriðdýrum, svo sem Ichtyosaurus.
Steingervingafræðingarnir fundu hauskúpuna á svæði þar sem hitabeltisflói gekk inn í landið á júratímabilinu.
Bloggsafn
-
▼
2006
(197)
-
▼
júlí
(37)
- Infant Sorrow
- egg
- Vestmannaeyjar
- Breaking the Waves: kærleiksfórn eða fórnarlamb?
- Je t'adore
- Snæfellsjökull
- Hvers vegna sprengir Ísrael börn í Berút...?
- James Allen
- amnesty hjálp...
- Hvað er orðið af Palestínu?
- Silfraður bogi
- To-morrow, and to-morrow, and to-morrow
- Þjóðhátið í Vestmannaeyjum
- Trust
- Steingervingafræði
- Faðir minn, Mikael
- Það vex eitt blóm fyrir vestan
- artist
- Kona
- LOVE
- Óskar Villti
- Ljepa moja Hrvatska
- Feng Shui ráð dagsins
- Dalai Lama
- Frábær röksemdafærsla
- Skemmtileg aflestrar
- Grettis saga
- my name is Bond...James Bond!
- He Bids His Beloved Be At Peace
- Ég og sonur minn
- Shakespeare
- Viewing the Earth
- unsaid
- Bozena Zernec
- Enginn titill
- Enginn titill
- Aðgát skal höfð í nærveru sálar
-
▼
júlí
(37)